Vinyasa með Eygló

Aðventudagskrá 3. des. til 20. des. 2018

Vinyasa með Eygló

þriðjudagar og fimmtudagar kl. 19:00 - 20:00.
60 mín. Vinyasa jóga tími þar sem áhersla er lögð praktíska nálgun á jóga; styrkur, liðleiki og slökun. Eygló Egils kennir jógatíma sem innihalda hefðbundið jóga með áherslu á flæði milli æfinga (Hatha_vinyasa). Helstu áherslur í æfingavali í jógatímum miða að því að vinna gegn lífsstílskvillunum og áhrifum þeirra sem svo margir glíma við. Iðkendur eru einnig hvattir til að taka með sér jákvæða lífsspeki og/eða viðhorf út í daginn að tíma loknum. Þessir jógatímar eru fyrir alla þá sem vilja auka styrk, bæta liðleika og minnka streitu.
 
 • Kennari:  Eygló Egilsdóttir.
 • Hvar:  Heilsa & Spa Ármúla 9.
 • Tímabil :  3. til 20. desember 2018.
 • Hvenær:  Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 19:00 – 20:00.
 • Verð: 
  • Desemberkort 10.000 kr.
  • Stakur tími 4.000 kr.
 • Innifalið: 
  • Handklæði á staðnum.
  • Aðgangur í fallegt Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).

Leiðbeiningar til að skrá sig í opinn tíma:

 1. Ná í MindBody app og hlaða því inn í símann/ipad/tölvu.
 2. Skrá þig inn.
 3. Velja Fitness gluggann.
 4. Finna Heilsu & Spa.
 5. Finna jógatíma og velja.
 6. Book now.