Um Heilsu og Spa

Um Heilsu og Spa

Njóttu þess að slaka á í rólegu umhverfi undir dansandi norðurljósum

Heilsa og Spa er fyrsta flokks þjónustufyrirtæki í heilsu og vellíðan. 

Boðið er upp á :

  • velbúin og hljóðlátan tækjasal.
  • hóptímasali þar sem kenndir eru opnir jógatímar og hin ýmsu jóganámskeið.
  • sjúkraþjálfun frá Gáska en 4 sjúkraþjálfarar starfa í útibúi Gáska í Ármúlanum.
  • snyrtistofu sem heitir Fegurð og Spa sem býður upp á frábært úrval snyrtimeðferða fyrir alla.
  • partanudd, heilnudd og Thai nudd.

Í Spa-inu er fyrsta flokks heilsulind með sauna, heitum potti, köldum potti og æfingalaug þar sem hægt er að gera æfingar eða fljóta undir dansandi norðurljósasýningu og allir gestir fá handklæði.

Heilsa og Spa stendur einnig fyrir ýmsum fræðslufyrirlestrum og tekur á móti hópum í Spa-ið bæði innan og utan opnunartíma.
Staðsett á hinu óviðjafnanlega dansgólfi Broadway í Ármúla 9.

Verið hjartanlega velkomin í Heilsu og Spa.

AFGREIÐSLUTÍMI

  • Mánudaga - föstudaga: 08:00 - 18:00
  • Helgar og helgidaga er lokað