Um Heilsu og Spa

Heilsa og Spa

Njóttu þess að slaka á í rólegu umhverfi undir dansandi norðurljósum

SPA

Heilsa og Spa er fyrsta flokks þjónustufyrirtæki í heilsu og vellíðan.
SPA Heilsu & Spa er fyrsta flokks heilsulind með þurrgufu/sauna, heitum potti, köldum potti og æfingalaug þar sem hægt er að gera æfingar eða fljóta undir dansandi norðurljósasýningu og allir gestir fá handklæði.
Aldurstakmark í Heilsu og Spa er 16 ára.
 Heilsa og Spa stendur einnig fyrir ýmsum fræðslufyrirlestrum og tekur á móti hópum í Spa-ið bæði innan og utan opnunartíma.
Staðsett á hinu óviðjafnanlega dansgólfi Broadway í Ármúla 9.

Spa Hópar

Spaið er opið fyrir almenning frá kl. 8-17 alla virka daga en einnig er tekið á móti hópapöntunum utan venjulegs opnunartíma og um helgar (sjá verðskrá).
Miðað er við að hópurinn sé ekki lengur en 2 klst. Ekki er leyfilegt að koma með sitt eigið vín en hægt er að panta drykki og veitingar hjá okkur.
Til að panta spaið fyrir hópa sendið okkur línu á heilsaogspa@heilsaogspa.is eða hringið í síma 595-7007.

Verið hjartanlega velkomin í Heilsu og Spa.

Þjónusta

  • Velbúinn og hljóðlátur tækjasalur.
  • Frábærir nuddarar bjóða upp á partanudd, heilnudd, meðgöngunudd og paranudd.
  • Hóptímar þar sem kenndir eru opnir jógatímar og hin ýmsu jóganámskeið.
  • Sjúkraþjálfun frá Gáska en 4 sjúkraþjálfarar starfa í útibúi Gáska í Ármúlanum.
  • Harklinikkin býður uppá greiningu á hársverði og lausnir við hárlosi.