Thai nudd

Thai nudd

Unnið er kerfisbundið með allan líkamann, ávallt með vellíðan viðtakandans í huga

Thai nudd – Eygló Egilsdóttir

Thai nudd, eða einstaklingsmeðferð í jóga er eitthvað sem mér hefur alltaf þótt spennandi og skemmtilegt viðfangsefni. Þess vegna fór ég í námsferð til Thailands árið 2011 og lærði það sem kallast Jóganudd eða Thai Yoga Massage.

Sá sem kaupir sér svona tíma hefur það eina hlutverk að slaka á, líkt og í nuddtíma, en jógakennarinn sér um að færa viðkomandi til, hreyfa hann inn í og út úr jógastöðum og teygja á honum í leiðinn.

Tilgangur þessara einkatíma er sá sami og með annarri jógaiðkun; að auka vellíðan og bæta heilsu. Með aðstoð jógakennarans og markvissri öndun er hægt að komast dýpra í teygjur en áður. Unnið er kerfisbundið með allan líkamann, ávallt með vellíðan viðtakandans í huga.

Opnunartími

  • Mán-föst: 8:00 - 17:00
  • Helgar: Lokað
  • 595 7007
  • Ármúli 9, 108 Reykjavík
  • heilsaogspa@heilsaogspa.is