Svefnnámskeið með jóga

Kennt í litlum hópum - persónuleg þjálfun!

Svefnnámskeið með jóga

mánudaga 16:15 - 17:30
Nýtt námskeið verður auglýst síðar. Síðasta námskeið hófst 7. janúar. Hafið samband við okkur með tölvupósti á heilsaogspa@heilsaogspa.is ef þið viljið skrá ykkur á lista fyrir áhugasama.
 
Svefnnámskeið fyrir þig sem hefur upplifað svefnleysi í lengri tíma.
Námskeiðið byggir á samtölum og fræðslu um svefn og svefnvenjur auk þess sem allir þátttakendur þurfa að fylla út svefndagbók fyrir hvern dag. Hverjum tíma líkur með mýkjandi og róandi jógaæfingum auk öndunaræfinga sem hafa róandi áhrif á taugakerfið. Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og getur verið talsvert krefjandi. Hringt er í alla sem skrá sig á námskeið áður en námskeið hefst til þess að skýra nánar eðli námskeiðsins, kröfur þess og væntanlegs ávinnings (ath. hér er eingöngu skráning ekki greiðsla). 
 
Verð: 
kr. 20.000.- fyrir 4 skipti, auk aðgangs að öllum jógatímum og spa.
 
Kennari er Bríet Birgisdóttir
En hún er hjúkrunarfræðingur og jógakennari og hefur starfað í Noregi m.a. við að halda námskeið fyrir fólk með svefnvanda.
 
 • Kennari: Bríet Birgisdóttir.
 • Hvar:  Heilsa & Spa, Ármúla 9.
 • Tímabil :  4 vikur
 • Hvenær:  Við kenndum síðast á mánudögum kl. 16.15 – 17:30.
 • Verð: 
  • Svefnnámskeið 20.000 kr.
  • Stakur tími 3.100 kr.
 • Innifalið: 
   • Svefnnámskeið.
   • Handklæði á staðnum.
   • Aðgangur að endurnærandi Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
   • 15% afsláttur af nuddi og snyrtimeðferðum meðan á námskeiði stendur.
   • Aðgangur í tækjasal.
   • frír aðgangur í opna tíma.
  • Athugið hámark 15 manns á hverju námskeiði.

Leiðbeiningar til að skrá sig í opinn tíma:

 1. Ná í MindBody app og hlaða því inn í símann/ipad/tölvu.
 2. Skrá þig inn.
 3. Velja Fitness gluggann.
 4. Finna Heilsu & Spa.
 5. Finna jógatíma og velja.
 6. Book now.