Styrkar stoðir

Aðventudagskráin 3. des til 20. des. 2018

Styrkar stoðir

mánudagar og miðvikudagar 12:00-12:50

Opnir tímar þar sem áhersla er lögð á að að styrkja bak- og kviðvöðva og vinna út frá eðlilegu hreyfimynstri hryggjarins með heilsueflandi jógaæfingum. Tímarnir eru byggðir rólega upp þar sem líkaminn er hitaður upp innanfrá með mjúku flæði og stöðum (Asanas). Í hverjum tíma er svo einnig unnið með djúpar teygjur með það að markmiði að losa um stífa vöðva og liðbönd sem haldið geta líkama í gíslingu. Til þess að ná enn meiri liðleika nýtum við rúllur og bolta til að fullkomna losun á stífum vöðvum. 

Unnið er að því að líkami, hugur og öndun verði eitt á dýnunni en svo endar tíminn á góðri slökun og smá dekri sem er rúsínan í pylsuendanum.

Guðrún Bjarnadóttir leiðir tímana en Guðrún starfar sem jógakennari og fimleikaþjálfari. Hún hefur sérstakan áhuga á líkamstöðu og líkamsbeitingu og veit vel hversu megnugur líkaminn er og hversu mikilvægt er að hafa góða stjórn á honum.

 • Kennari:  Guðrún Bjarnadóttir jógakennari og fimleikaþjálfari.
 • Hvar:  Heilsa & Spa Ármúla 9.
 • Tímabil:  3. til 20. desember  2018.
 • Hvenær:  Mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00 – 12:50.
 • Verð: 
  • Desemberkort 10.000 kr.
  • Stakur tími 4.000 kr.
 • Innifalið: 
  • Handklæði á staðnum.
  • Aðgangur í fallegt Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).

Leiðbeiningar til að skrá sig í opinn tíma:

 1. Ná í MindBody app og hlaða því inn í símann/ipad/tölvu.
 2. Skrá þig inn.
 3. Velja Fitness gluggann.
 4. Finna Heilsu & Spa.
 5. Finna jógatíma og velja.
 6. Book now.