Qigong með Michael

Kennt er í litlum hópum - persónuleg þjálfun!

Qigong

Við bjóðum í fyrsta skipti upp á fasta tíma í qigong en það er byggt á mjúkum hreyfingum í takt við öndun. Qigong minnir á hreyfingar jóga og eiga æfingarnar margt sameiginlegt því lögð er áhersla á einbeitingu hugans á meðan á æfingum stendur.

Qigong er heildrænt kerfi þar sem þú flæðir á milli líkamsstöðu, öndunar og íhugunar í þeim tilgangi að bæta bæði likamlega og andlega heilsu. Upphaflega kemur það frá Kína þar sem það er stundað til að rækta og stuðla að jafnvægi á lífsorkunni. Flestir sem stunda Qigong upplifa djúpa ró og tengingu við sjálfan sig.

Qigong tímarnir eru opnir fyrir alla þá sem stunda jóga eða önnur námskeið hjá Heilsu og Spa.

ATH. kennsla fer fram á ensku.

 
 • Kennari:  Michael Farai, Qigong,Tai Qi og Jógakennari.
 • Hvar:  Heilsa & Spa Ármúla 9.
 • Tímabil :  Alla föstudaga 
 • Hvenær:  Föstudagar kl. 17:15 – 18:15.
 • Verð: 
  • Mánaðar jógakort 18.600 kr.
  • Stakur tími 3.100 kr.
 • Innifalið: 
   • Qigong tímar og allir aðrir opnir jógatímar hjá Heilsu og Spa.
   • Handklæði á staðnum.
   • Aðgangur í endurnærandi Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
   • 15% afsláttur af nuddi og snyrtimeðferðum á meðan mánaðarkort er í gildi.
   • Aðgangur í tækjasal.
   • Frír aðgangur í aðra opna tíma.
  • Athugið hámark 15 manns komast í hvern tíma.

Leiðbeiningar til að skrá sig í opinn tíma:

 1. Ná í MindBody app og hlaða því inn í símann/ipad/tölvu.
 2. Skrá þig inn.
 3. Velja Fitness gluggann.
 4. Finna Heilsu & Spa.
 5. Finna jógatíma og velja.
 6. Book now.