Meðgöngujóga

Meðgöngujóga

mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00 - 18:15

Hefst 15. október.

2 fastir tímar í viku, auk þess sem þú getur komið í slökunarjóga á föstudögum.

Fræðsla frá Gáska sjúkraþjálfun um helstu vandamál stoðkerfisins á meðgöngu. Ljósmóðir kemur í lok námskeiðsins með nytsama fræðslu um meðgönguna og fæðinguna.

Meðganga og fæðing er án efa eitt stærsta verkefni í lífi hverrar konu sem velur að eignast barn. Bæði líkaminn sjálfur og hormónakerfi líkamans verða fyrir miklum breytingum á meðgöngunni sem oft hefur mikil áhrif á líðan kvenna og upplifun þreirra af meðgöngunni. Vellíðan móður á meðgöngu hefur einnig áhrif á hið ófædda barn, þess vegna er mikilvægt að ófrískar konur passi vel upp á heilsu sína alla meðgönguna. Í meðgöngujóga er unnið markvisst með líkamann, styrkleika, liðleika, slökun og öndunaræfingar. 

Markmið meðgöngujóganámskeiðsins:

 • Þekkja þinn eiginn líkama og að taka tillit til þarfa hans vinna með grindarbotninn (með fæðinguna í huga). 
 • Læra um góðar slökunarstöður (misjafnt hvað hentar hverri konu, og á hvaða tímabili).
 • Læra og þjálfa öndunaræfingar sem koma að góðum notum við fæðinguna.
 • Kynnast öðrum ófrískum konum, styrkja hver aðra og læra af hverri annarri.
 • Finna kraftinn sem þú býrð yfir- hann er magnaður.

Heilsa og spa er með góðan jógabúnað (teppi, blokkir, belti, bólstra og jógastóla) sem er notaður til þess að auka vellíðan og stöðugleika í öllum æfingum. Ekki er æskilegt að hefja jóga fyrir viku 12, en svo lengi sem þér líður vel getur þú mætt í jóga alveg fram að fæðingunni. Ef þú ert ekki viss um að jóga henti fyrir þig, vegna einhverra kvilla eða vandamála sem tengjast meðgöngunni er mikilvægt að þú ráðfærir þig við ljósmóður eða lækni áður en þú skráir þig.

Kennari: Bríet Birgisdóttir 
Jógakennari (500RYT, meðgöngujóga RPYT). Hjúkrunarfræðingur og heilsufarsráðgafi hjá Klíníkinni.
Frumkvöðull að hönnun á hamingjuverkefni sem meðal annars er stutt af heilbrigðisráðuneyti Noregs.

 • Kennari:  Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og jógakennari sem hefur starfað við heilsueflingu og jógakennslu í Noregi í mörg ár.
 • Hvar:  Heilsa & Spa Ármúla 9.
 • Hefst :  15. október 2018 og stendur í 6 vikur.
 • Hvenær:  Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00 – 18:15.
 • Verð:  30.900 kr.
 • Innifalið: 
  • Tveir fastir tímar á viku.
  • Lokaður hópur á Facebook.
  • Handklæði á staðnum.
  • Aðgangur í fallegt Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
  • 15% afsláttur af nuddi og snyrtimeðferðum á meðan á námskeiði stendur.
  • Aðgangur í tækjasal.
  • frír aðgangur í opna tíma.
 • Athugið hámark 15 manns á hverju námskeiði.