Kjarnajóga með Ástu

Kennt er í litlum hópum - persónuleg þjálfun!

Kjarnajóga með Ástu

þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 - 17:30
Jógaflæði og teygjur fyrir stífar axlir og mjaðmir. Í jógaflæði eru mjög styrkjandi æfingar sem auka einbeitingu með því að stilla saman öndun og hreyfingu. Tilvalið fyrir skrifstofufólk/kyrrsetufólk. Allir jógatímar enda með góðri slökun.

Tíminn er byggður á YogaWorks hugmyndafræðinni þar sem leitast er við að kenna jógastöðurnar af öryggi og þekkingu til þess að þú upplifir jafnvægi á líkama og sál í lok tímans.

 • Kennari:  Ásta Þórarinsdóttir
 • Hvar:  Heilsa & Spa, Ármúla 9.
 • Tímabil :  8. – 31. janúar 2019.
 • Hvenær:  Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 17:30.
 • Verð: 
  • Mánaðarkort 18.600 kr.
  • Stakur tími 3.100 kr.
 • Innifalið: 
   • Tveir fastir tímar á viku.
   • Handklæði á staðnum.
   • Aðgangur í endurnærandi Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
   • 15% afsláttur af nuddi og snyrtimeðferðum á meðan á námskeiði stendur.
   • Aðgangur í tækjasal.
   • frír aðgangur í opna tíma.
  • Athugið hámark 15 manns á hverju námskeiði.

Leiðbeiningar til að skrá sig í opinn tíma:

 1. Ná í MindBody app og hlaða því inn í símann/ipad/tölvu.
 2. Skrá þig inn.
 3. Velja Fitness gluggann.
 4. Finna Heilsu & Spa.
 5. Finna jógatíma og velja.
 6. Book now.