Jógakennarar

Bríet Birgisdóttir

Briet er jógakennari og hefur lokið bæði 200 og 300 tíma námi frá YogaWorks og starfar einnig sem aðstoðarkennari í kennaranámi YogaWorks. Auk þess að hafa bætt við sig 85 stunda námi í meðgöngujóga hefur Bríet sótt fjöldan allan af námskeiðum og vinnu- stofum, meðal annars með þekktum jógakennurum eins og Maty Ezraty, Jenny Arthur, Dice Iida-Klein og Donna Farhi. Bríet er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistara- gráðu í lýðheilsufræðum. Auk þess að vera jógakennari hjá Heilsu og Spa starfar hún sem heilsuráðgjafi hjá Klíníkinni. Briet hefur alltaf haft mikinn áhuga á allri almennri hreyfingu og heilbrigðu líferni og hefur haft sérstakann áhuga á lífshamingju og vellíðan. Hún fann sjálf að jóga var það sem hafði mest áhrif á hennar vellíðan, bæði andlega og líkamlega. “Það mikilvægasta sem þú gerir er að gera það sem þér finnst skemmtilegt, ef þér finnst jóga skemmtilegt þá ertu dottin í lukkupottinn! Því jóga mun gefa þér styrk, liðleika og innri ró til að takast á við verkefni lífsins í gleði og sorg” segir Bríet.

Guðrún Bjarnadóttir

Guðrún er yogakennari og lauk  200 CYT  í klassísku hatha yoga og vinyasa flæði árið 2014.  Guðrún er menntaður sjúkraliði og snyrtisérfræðingur og rak sína eigin stofu til ársins 2014 þegar að stoðkerfisvandi gerði það að verkum að útilokað var að hún gæti haldið áfram sínu fyrra starfi.   Yoga kom eins og himnasending í líf hennar og brennur hún nú fyrir því að hjálpa öðru fólki að styrkja stoðkefið sitt og finna kraftinn og vellíðunina sem að yoga gefur tilbaka.  Guðrún var í fimleikum sem barn og unglingur og hefur starfað innan veggja íþróttarinnar alla tíð síðan en hún hefur menntað sig í þjálfun barna og unglinga allt frá grunnþjálfun uppí afreksþjálfun á því sviði.
Guðrún hefur lokið 60 klst kennaranámi í barna og unglingayoga frá little flower yoga í New York  ásamt því að hafa tekið þátt í vinnustofum frá hinum ýmsu erlendu kennurum t.d. Jon Kabat Zinn, Lucas Rockwood, Dylan Werner, Barkan, Wim hoff method hjá Primal.

Eygló Egilsdóttir

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.

Elín Jónsdóttir

Elín hefur lokið 200 tíma námi til jógakennararéttinda sem eru viðkennd af Yoga Alliance hjá Awakende Life School of Yoga í Costa Rica og bætti nýlega við sig 200 tíma kennaranámi YogaWorks. Þá hefur hún nýlega lokið 9 daga námskeiði með áherslu á Pranayama eða öndunaræfingar hjá Yogayama í Stokkhólmi auk fjölda annarra jóganámskeiða. Elín hefur stundað jóga með hléum í á þriðja áratug. Hún uppgötvaði fyrst hversu áhrifamikil jógaöndun getur verið eftir að hafa lært hana í meðgöngujóga. Með árunum hefur jóga orðið sú hreyfing sem varð æ oftar fyrir valinu vegna þess að þar sameinast styrkjandi og liðkandi hreyfingar í kerfi sem myndar flæði.

“Fyrir fólk í krefjandi störfum getur jóga haft mikla þýðingu sem hvíldarstaður, þar sem fólk hægir á, beinir athyglinni inn á við um stund. Þegar jóga er stundað reglulega getur það dýpkað líkamsvitund og sjálfsþekkingu okkar sem aftur hjálpar okkur að koma vel fram við okkur sjálf og aðra. Í hraðanum sem oft einkennir samskipti okkar getur jógaiðkun myndað örlítinn dempara sem gefur okkur tækifæri til að draga djúpt andann áður en við bregðumst við áreiti. Við hættum þá að sveiflast á milli áreitis og viðbragða og förum að hafa meiri stjórn á daglegu lífi og getum valið að lifa lífinu í ívið rólegri takti.”

Steinunn Kristín Hafsteinsdóttir

Ég útskrifaðist með 200 tíma Hatha jógakennararéttindi hjá Ásmundi Gunnlaugssyni febrúar 2008. Árið 2015 fór ég í nám í Jóga Nidra hjá Kamini Desai frá Amrit Yoga Institute í Florida. Þessi hluti fræðanna hafa heillað mig mjög mikið og í framhaldi af þessu námi hóf ég sjálf að kenna jóga og leiða jógatíma og hef haldið fjölda námskeiða bæði á Selfossi og í Reykjavík. Helstu áherslur í kennslu minni eru að hjálpa fólki að upplifa kyrrð og komast dýpra inn í það ástand.Mín aðaláhersla eru mjúkar teygjur sem auka liðleika, innri kyrrð og góð endurnærandi slökun í lokin.

Gróa Másdóttir