Jóga +

Kennt í litlum hópum - persónuleg þjálfun!

Jóga +

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:00 - 20:00. Laugardaga kl. 11:00 - 12:00

Jóga+ er byrjendanámskeið í jóga fyrir konur yfir kjörþyngd og hafa átt erfitt með að finna hreyfingu við hæfi. Farið er vel yfir líkamsstöðu- og beitingu í hverri jógastöðu til að hámarka virkni og styrk og lágmarka meiðsl. Markmið Jóga+ er að allir geti notið þess að stunda árangursríkt jóga óháð líkamsþyngd. Með það að leiðarljósi aðlögum við æfingarnar einstaklingsmiðað að hverjum og einum með þar til gerðum jógabúnaði á borð við stóla, veggi, jógablokkir og belti. Tímarnir byggja á endurnærandi öndunaræfingum, liðkandi og styrkjandi jógaæfingum ásamt góðri slökun í lok hvers tíma. Áhersla er lögð á jákvæða líkamsvitund í öruggu og hlýlegu umhverfi Heilsa og Spa, þar sem iðkendur hafa m.a. aðgang að notalegu spa og litlum æfingasal.

 

Kennarar eru Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og heilsuráðgjafi hjá Klíníkinni og Sesselja Konráðsdóttir jógakennari, einkaþjálfari og kennari.

 • Verð: 
  • Mánaðarkort  18.900 kr.
  • Stakur tími 3.100 kr.
 • Innifalið: 
   • Þrír fastir tímar á viku.
   • Handklæði á staðnum.
   • Aðgangur að endurnærnandi Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
   • 15% afsláttur af nuddi og snyrtimeðferðum meðan á námskeiði stendur.
   • Aðgangur í tækjasal.
   • frír aðgangur í opna tíma.
  • Athugið hámark 15 manns á hverju námskeiði.

Leiðbeiningar til að skrá sig í opinn tíma:

 1. Ná í MindBody app og hlaða því inn í símann/ipad/tölvu.
 2. Skrá þig inn.
 3. Velja Fitness gluggann.
 4. Finna Heilsu & Spa.
 5. Finna jógatíma og velja.
 6. Book now.