Jóga tímar

Jóga tímar

Hamingjujóga 1 - Byrjendur

Hamingjujóga 1 eru frábærir tímar fyrir byrjendur og alla þá sem vilja læra bæta grunnstöður sínar í jóga. Í hamingjujóga 1 munum við skoða hvað í lífinu hefur áhrif á lífshamingju okkar og hvernig við getum ræktað hana áfram, bæði útfrá vísindalegum grunni og jógafræðunum.Á námskeiðinu verður unnið með ákveðið þema í hverri viku bæði á jógamottunni og utan hennar, einnig vinnum við með létt og skemmtileg verkefni tengdu þema vikunnar.Jóga hefur þá sérstöðu framfyrir margar aðrar athafnir (íþróttir) að hafa einstaklega góð áhrif á taugakerfið um leið og unnið er á virkan hátt með sjálfann líkamann. Jóga styrkir vöðva líkamans, bætir jafnvægið og eykur mýkt.Markmið námskeiðsins er að gefa þér innsýn inn í heim jóga og hvernig það að stunda jóga getur styrkt þig að innan sem utan. Síðast en ekki síst vonum við að þú fáir fleiri verkfæri til að öðlast meiri færni í að hlúa að því mikilvægasta sem þú átt, þinni eigin hamingju!

Hamingjujóga 2-3

Jóga hefur þá sérstöðu fram yfir margar aðrar athafnir (íþróttir) að hafa einstaklega góð áhrif á taugakerfið um leið og unnið er á virkan hátt með sjálfann líkamann. Jóga styrkir vöðva líkamans, bætir jafnvægið og eykur mýkt. Markmið tímanna er að gefa þér innsýn inn í heim jóga og hvernig það að stunda jóga getur styrkt þig að innan sem utan. Síðast en ekki síst vonum við að þú fáir fleiri verkfæri til að öðlast meiri færni í að hlúa að því mikilvægasta sem þú átt, þinni eigin hamingju!

Kjarnajóga

Jógaflæði og teygjur fyrir stífar axlir og mjaðmir. Í jógaflæði eru mjög styrkjandi æfingar sem auka einbeitingu með því að stilla saman öndun og hreyfingu. Tilvalið fyrir skrifstofufólk/kyrrsetufólk. Allir jógatímar enda með góðri slökun. Tíminn er byggður á YogaWorks hugmyndafræðinni þar sem leitast er við að kenna jógastöðurnar af öryggi og þekkingu til þess að þú upplifir jafnvægi á líkama og sál í lok tímans.

Styrktar stoðir

Opnir tímar þar sem áhersla er lögð á að að styrkja bak- og kviðvöðva og vinna út frá eðlilegu hreyfimynstri hryggjarins með heilsueflandi jógaæfingum. Tímarnir eru byggðir rólega upp þar sem líkaminn er hitaður upp innanfrá með mjúku flæði og stöðum (Asanas). Í hverjum tíma er svo einnig unnið með djúpar teygjur með það að markmiði að losa um stífa vöðva og liðbönd sem haldið geta líkama í gíslingu. Til þess að ná enn meiri liðleika nýtum við rúllur og bolta til að fullkomna losun á stífum vöðvum. Unnið er að því að líkami, hugur og öndun verði eitt á dýnunni en svo endar tíminn á góðri slökun og smá dekri sem er rúsínan í pylsuendanum.Guðrún Bjarnadóttir leiðir tímana en Guðrún starfar sem jógakennari og fimleikaþjálfari. Hún hefur sérstakan áhuga á líkamstöðu og líkamsbeitingu og veit vel hversu megnugur líkaminn er og hversu mikilvægt er að hafa góða stjórn á honum.

Jóga +

Jóga+ er byrjendanámskeið í jóga fyrir konur yfir kjörþyngd og hafa átt erfitt með að finna hreyfingu við hæfi. Farið er vel yfir líkamsstöðu- og beitingu í hverri jógastöðu til að hámarka virkni og styrk og lágmarka meiðsl. Markmið Jóga+ er að allir geti notið þess að stunda árangursríkt jóga óháð líkamsþyngd. Með það að leiðarljósi aðlögum við æfingarnar einstaklingsmiðað að hverjum og einum með þar til gerðum jógabúnaði á borð við stóla, veggi, jógablokkir og belti. Tímarnir byggja á endurnærandi öndunaræfingum, liðkandi og styrkjandi jógaæfingum ásamt góðri slökun í lok hvers tíma. Áhersla er lögð á jákvæða líkamsvitund í öruggu og hlýlegu umhverfi Heilsa og Spa, þar sem iðkendur hafa m.a. aðgang að notalegu spa og litlum æfingasal.

Meðgöngujóga

Námskeið hefjast 1. apríl og 6. maí 2019 Meðganga og fæðing er án efa eitt stærsta verkefni í lífi hverrar konu sem velur að eignast barn. Bæði líkaminn sjálfur og hormónakerfi hans verða fyrir miklum breytingum á meðgöngunni sem oft hefur mikil áhrif á líðan kvenna og upplifun þeirra af meðgöngunni. Vellíðan móður á meðgöngu hefur einnig áhrif á hið ófædda barn, þess vegna er mikilvægt að barnshafandi konur hlúi vel að heilsu sinni alla meðgönguna. Í meðgöngujóga er unnið markvisst með líkamann, styrkleika, liðleika, slökun, tengingu móður við barn og öndunaræfingar. Heilsa og spa er með góðan jógabúnað (teppi, kubbar, belti, bólstra og jógastóla) sem er notaður til þess að auka vellíðan og stöðugleika í öllum æfingum. Ekki er æskilegt að hefja jóga fyrir viku 12, en svo lengi sem þér líður vel getur þú mætt í jóga alveg fram að fæðingu. Markmið meðgöngujóganámskeiðsins: Kynnast eigin líkama og taka tillit til þarfa hans. Eiga öruggan stað þar sem þú getur styrkt þig, hvílt og kynnst öðrum barnshafandi konum. Styrkja vöðva líkamans og einbeita sér að góðri líkamsstöðu á meðgöngu. Þekkja grindarbotnsvöðva sína og vinna með þá með tilliti til fæðingar og eftir fæðingu. Læra öndunaræfingar sem koma að góðum notum við almenna slökun og í fæðingu. Þekka ýmsar slökunaræfingar sem koma að gagni á meðgöngu og eftir hana. Ef þú ert ekki viss um að jóga henti fyrir þig vegna einhverra kvilla eða vandamála sem tengjast meðgöngunni er mikilvægt að þú ráðfærir þig við ljósmóður eða lækni áður en þú skráir þig.

Einkatímar í jóga

Einkatímar í jóga eru fyrir einn til tvo aðila í einu sem vilja fá einstaklingsmiðaða kennslu í jóga. Hentar einnig vel fyrir þá sem langar að kynnast jóga áður en þeir skrá sig á námskeið. Tímarnir miða að því að kenna helstu stöður í jóga með réttri líkams-og vöðvabeitingu. Allir sem bóka tíma í jóga fá “ handrit” með stöðunum sem farið var í ásamt myndum og/eða myndböndum sem hægt er að vinna með heima. Tilvalið fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir að byrja í jógatímum og/eða vilja fá tæki til að geta unnið að sinni jógaiðkun heima.